Fréttir

Stelpurnar í stúlknaflokk í undanúrslit á Íslandsmótinu á föstudag

Körfubolti | 16.04.2013

Sameiginlegt lið KFÍ/Tindastóls er á leið í undanúrslit og mun spila gegn gríðarlega sterku liði Keflavíkur. Stelpurnar eru samt sem áður ekkert nema tilhlökkun fyrir þessu verkefni og við skulum muna að þær eru þarna meðal fjögurra bestu liða á landinu og hafa staðið sig frábærlega í vetur og eru að uppskera samkvæmt því.

 

Leikurinn hjá stelpunum er á föstudagskvöld kl.20.00 og verður í Ljónagrfjunni í Njarðvík. Vonum við að sem flestir láti sjá sig og styðji þær til dáða. 

 

 

Þjálfarar þeirra í þessum slag eru þau Stefánía Ásmundsdóttir og Karl Jónsson.

 

Áfram KFÍ

Deila