Það er sannkallað stelpustuð þessa dagana hjá KFÍ því mikil fjölgun hefur orðið á iðkendum í minnibolta stelpna í haust. Hátt í 20 stelpur á aldrinum 9-10 ára æfa núna körfubolta hjá félaginu undir styrkri stjórn Heiðdísar Hrannar Dal Magnúsdóttur. Þær eru þegar búnar að fara á eitt mót, Sambíómótið sem íþróttafélagið Fjölnir í Grafarvogi hélt í byrjun nóvember. Var KFÍ með tvö lið í þessum flokki og er nokkuð síðan slíkt hefur gerst innan félagsins og er það mikið gleðiefni. Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í körfunni.
Deila