Fréttir

Stór helgi framundan hjá KFÍ.

Körfubolti | 11.11.2009
Strákarnir í 11.flokk eru tibúnir
Strákarnir í 11.flokk eru tibúnir
Það er óhætt að segja að nóg sé að gera hjá KFÍ. Nú um helgina eru 8.flokkur drengja og stúlkna að fara suður að keppa. Stelpurnar fara í Borgarnes og drengirnir á Selfoss.

11.flokkur er með fjölliðamót í Bolungarvík og þar verða auk þeirra ÍA, Fjölnir, Skallagrímur og Fsu. Leikirnir þar eru frá 12-18.00 á laugardeginum og svo frá 9-14 á sunnudeginum og eru allir hvattir til að mæta !

Drengjaflokkurinn keppir á laugardag n.k. í bikarkeppni KKÍ gegn ÍA í Bolungarvík og hefst sá leikur kl.18.00.

Og svo lokar meistaraflokkur helginni með leik gegn Skallagrím og hefst sá leikur kl.19.15 á sunnudagskvöld.

Sem sagt fimm flokkar að keppa fyrir hönd KFÍ um helgina og hvetjum við alla sem hafa kost á að skreppa til Bolungarvíkur og sjá strákana keppa, og enda síðan helgina með því að skella sér á Jakann og sjá meistaraflokkinn etja kappi við gott lið Skallagríms frá Borgarnesi.

Áfram KFÍ Deila