Fréttir

Stór helgi hjá KFÍ

Körfubolti | 07.02.2014
7. flokkur að fara yfir málin.
7. flokkur að fara yfir málin.

Mikið verður um að vera hjá hinum ýmsu flokkum KFÍ núna um helgina.

 

Fyrstir á sviðið fara meistaraflokksstrákarnir okkar og leika við KR í Vesturbænum í kvöld föstudag.  Á sunnudag fara þeir síðan til Grindavíkur að spila við Sigga Þorsteins og félaga.

 

7. flokkurinn okkar tekur þátt í fjölliðamóti í ÍR hellinum (Seljaskóla) og spila á laugardag og sunnudag, fyrsti leikur kl. 15.00,alla dagskrá mótsins má sjá hér.

 

Drengjaflokkurinn fer æfingaferð suður og spilar æfingaleik við ÍR kl. 11.30 einnig í Seljaskóla og svo við Breiðablik kl. 15.00.

 

Svo er Linda okkar Kristjáns að spila með Breiðabliki um helgina, hún æfir hér westra en spilar með Breiðabliki þar sem ekki eru nógu margar að æfa á hennar aldri.  Eru þær að spila gegn Hamar/KR.  Leikurinn fram  fram á laugardag kl. 15.00 í Hveragerði.

 

Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að kíkja á okkar flottu iðkendur og hvetja til sigurs.

Deila