Fréttir

Stór körfuboltahelgi framundan

Körfubolti | 04.10.2016
Það verður líf og fjör í körfuboltanum á næstu dögum.
Það verður líf og fjör í körfuboltanum á næstu dögum.

Það verður mikið um að vera í körfubotlanum hjá Vestra í vikunni og um helgina. Ballið byrjar strax á fimmtudag þegar meistaraflokkur karla mætir Breiðabliki á útivelli í 1. deildinni. Á laugardag tekur unglingafokkur svo á móti Skallagrímsmönnum hér heima á Jakanum en leikurinn hefst klukkan 17:30. Á laugardag og sunnudag fer svo fram fjölliðamót í 8. flokki stúlkna í Bolungarvík en Vestra stúlkur hefja leik í B riðli Íslandsmótsins. Á sunnudaginn verður svo fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla í 1. deildinn þegar tekið verður á móti Fjölni á Jakanum. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Frekari fréttir af þessum viðburðum munu svo birtast von bráðar.  

Deila