Fréttir

Streetball mót KFÍ

Körfubolti | 30.06.2010
Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi.
Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi.
1 af 4

Sunnudaginn 11. júlí ætlar KFÍ að halda Streetball mót. Fyrirkomulag mótsins verður 3 á 3 og spilað upp í 11. Fjórir geta þó verið saman í liði en þá er alltaf einn varamaður sem hvílir í hverjum leik. Mótið er fyrir 15 ára og eldri og mega ekki vera fleiri en tveir meistaraflokksmenn saman í liði. Mótið hefst kl. 14. 30. Verðlaun verða fyrir sigurliðið.

 

Þátttökugjald á mótinu er 1.000 kr. á mann og mun allur ágóði renna til viðhalds á útikörfuboltavellinum. Völlurinn hefur séð betri tíma eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Hann hefur verið vel nýttur í sumar en mikið hefur borið á óánægju vegna ástands hans. Það er því von okkar að sem flest lið taki þátt í mótinu og aðstoði okkur við að halda körfuboltavellinum í sem bestu ástandi.

 

Skráning hér

Deila