Fréttir

Strögl á Selfossi

Körfubolti | 21.10.2011
1 af 4

Það mætti halda að við hefðum verið búnir að sigra leikinn í matarboðinu hjá Gylfa Þorkelssyni og hans kæru frú. Súpan og brauðið reyndust sitja í mönnum sem var einum of góð, enda skylst okkur hér heima að þau hjú hafi setið sveitt við pottinn.

 

Mikill barningur var í leiknum og virtist Fsu liðið koma okkur á "óvart" sem á ekki að vera hægt. Það leggst ekkert lið á hliðina og fer að sofa þó að við höfum haldið það og hafa verður fyrir stigum í deildinni. Það urðum við vel varir við og prísum okkur sæla að hafa landað þessum sigri. Lokatölur 73-78 þar sem við tókum fjórða leikhluta 24-13 og lögðum þar með spræka Fsu drengi að velli.

 

Enn erum við að henda boltanum frá okkur og í þetta sinn vorum við með 23 tapaða bolta, og skotnýting fyrir utan vítaskot var fyrir neðan það sem við viljum sjá. En við lærum af þessu og vonandi er þessi rimma þörf lexía fyrir okkur að vanmeta ekkert lið í deildinni. Það kemur ekkert lið til með að gefa okkur eitt eða neitt. 

 

Stig og fráköst:

Craig 19 stig, 9 fráköst, 6 stoðs, 7 stolnir. Chris 17 stig, 15 fráköst, 2 varin. Jón Hrafn 9 stig, 2 fráköst (spilaði bara 20 mín fékk 5 villur snemma leiks). Kristján Pétur 9 stig, 8 fráköst. Siggi Haff 9 stig, 9 stig, 4 fráköst. Ari 8 stig, 3 fráköst (spilaði einnig rúmar 20 mín vegna 5 villna). Jón Kristinn 4 stig, (4/4 í vítum). Sævar Vignisson 2 stig, 2, fráköst. Hlynur Hreinsson 2, stig, 2 fráköst. 

 

Tölfræði leiksins

 

Nú er að koma heim með bros og muna að draga lærdóm af þessum leik. Við erum að slípa þetta saman og munum einungis verða sterkari.

 

Áfram KFÍ.

Deila