Kæra stuðningsfólk Vestra,
Í tengslum við áhorfendabann í körfubolta var hrundið af stað áheitakeðju meðal stuðningsfólks Vestra. Í því sambandi langar okkur að benda á eftirfarandi:
Körfuknattleikdeild Vestra er skráð á Almannaheillaskrá Skattsins og geta framlög 10.000 krónur og hærri veitt einstaklingum og atvinnurekstraraðilum skattaafslátt.
Þann 1. nóvember síðastliðinn tóku gildi ný lög. Þau fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.
Þeir sem þegar hafa styrkt deildina í þessu átaki um 10.000 kr. eða meira fara sjálfkrafa á skrá.
Ferlið er einfalt:
Hér að neðan má sjá mynd til enn frekara útskýringar
Kæra Vestrafólk,
Nýtum tækifærið og látum gott af okkur leiða með því að styrkja uppbyggingu körfuboltans á Vestfjörðum.
Áfram Vestri!
Deila