Fréttir

Sumaræfingar yngri flokka að hefjast

Körfubolti | 30.06.2014

Á morgun, þriðjudaginn 1. júlí, hefjast sumaræfingar yngri flokka KFÍ og eru þær ætlaðar krökkum fæddir 2003 og eldri. Æft verður í íþróttahúsinu á Torfnesi tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17. Það er enginn annar en Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla, sem heldur utan um æfingar sumarsins og því eiga krakkarnir von á flottum og uppbyggilegum æfingum sem halda þeim við efnið fram að því að vetrardagskrá KFÍ hefst í september. Barna- og unglingaráð KFÍ væntir þess að iðkendur félagsins nýti þetta tækifæri vel til að halda sér í formi og hvetur einnig áhugasama krakka, sem vilja spreyta sig í körfunni, til að kíkja á æfingarnar. Æfingagjaldinu er stillt mjög í hóf og verður innheimt í lok sumars þegar fyrir liggur hve margar æfingar hver og einn hefur getað nýtt sér.

Deila