Fréttir

Sumarnámskeið nr. 2 hefst á mánudag

Körfubolti | 04.08.2016

Mánudaginn 8. ágúst hefst síðara körfuboltanámskeiðið sem Vestri stendur fyrir í sumar. Það er ætlað yngstu iðkendum félagsins og öðrum áhugasömum sem fæddir eru 2007-2010.

Æft er í íþróttahúsinu á Torfnesi frá mánudegi til föstudags milli 14 og 15.30 og eru það þjálfarar yngri flokka félagsins sem halda utan um æfingarnar. 

Fyrra námskeiðið fór fram í lok júní og tókst það afar vel en þetta er fyrsta sumarið sem félagið stendur fyrir æfingum af þessu tagi sem eyrnamerktar eru allra yngstu körfuboltaköppum bæjarins. Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir alla vikuna og greiðist við upphaf námskeiðs á mánudag. Æskilegt er að iðkendur séu skráðir á námskeiðið á netfangið bil@snerpa.is svo betur sé hægt að átta sig á fjölda þátttakenda.

Deila