Fréttir

Tap gegn Njarðvík í bikarnum

Körfubolti | 17.01.2010
Stelpurnar í 10. flokki
Stelpurnar í 10. flokki
Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að Njarðvíkurstelpur myndu vinna.  Þær byrjuðu mjög grimmar á meðan okkar stúlkur voru ansi ráðvilltar.  Staðan eftir fyrsta fjórðung var 6-15 og í hálfleik var staðan 8-26.  Við skorum aðeins 2 stig í 2. fjórðungi sem náttúrulega er ekki alveg nógu gott.l

Hins vegar stóðum við okkur betur í síðari hálfleik.  Stelpurnar fóru að berjast betur og sýna meiri grimmd.  Virðingin fyrir Njarðvík var fullmikil í fyrri hálfleik.

Þó svo KFÍ hafi spilað betur í síðari hálfleik þá endaði leikurinn eins og fyrr segir með öruggum sigri Njarðvíkinga.  46 tapaðir boltar er fullmikið í einum körfuboltaleik og hefðum við passað betur upp á boltann hefði leikur ekki endað með svona miklum mun.  Hins vegar sáust virkilega góðir taktar á köflum og sýndu stúlkurnar þá að þær geta þetta alvega.  Það er bara að hafa trú á hlutunum í heilan leik.

Stigin
Stig Vítanýring
Sunna Sturludóttir 11 6-1
Vera Óðinsdóttir 9 2-1
Eva Kristjánsdóttir 4 2-0
Guðlaug Sigurðardóttir 2

Deila