Fréttir

Þá er komið að stelpunum !

Körfubolti | 25.03.2012
Stelpurnar okkar að gera það gott
Stelpurnar okkar að gera það gott

Stelpurnar í mfl. kvenna taka á móti Grindavík í umspili um laust sæti í Iceland Express deild næsta vetur og er leikurinn hér á Jakanum og hefst kl. 19.15. Leikurinn er í boði Klofnings á Suðureyri og er því öllum boðið frítt á leikinn og væntum við húsfyllis.

 

Stelpurnar töpuðu leiknum á laugardaginn naumlega og ætla að hefna ófaranna og komast í oddaleikinn á miðvkudagskvöldið í Grindavík, en til þess að svo megi verða verðum við að fá alla á Jakann !

 

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður því miður ekki hægt að sýna leikinn beint og biðjum við velvirðingar á því, en leikurinn verður tölfræðivef KKÍ hér

 

Stelpurnar okkar eru málið þessa dagana og ætla mfl. stelpurnar að fara að fordæmi 7.flokks og 10.flokks sem stóðu sig frábærlega og greint er frá hér neðar á síðunni.

 

Áfram KFÍ

Deila