Fréttir

Þá er komið að stóru stundinni hjá stelpunum

Körfubolti | 27.03.2012
Þær eru klárar í verkefnið
Þær eru klárar í verkefnið

Í kvöld 28.mars er komið að stóru stundinni hjá stelpunum. Úrslitaleikur um laust sæti í Iceland Express deildinni og fer hann fram í Röstinni, Grindavík. Bæði lið hafa unnið sitthvorn leikinn og eru þau rosalega öfn að burðum og er klárt að það stefnir í svakalegt einvígi.

 

Við viljum hvetja alla brottflutta Vestfirðinga að fjölmenna suður með sjó og hvetja þær til dáða. Þær hafa staðið sig frábærlega í vetur og erum við rosalega stolt af þeim.

 

Allir á völlinn og áfram KFÍ

Deila