Fréttir

Þór frá Þorlákshöfn gestir á Jakanum í kvöld

Körfubolti | 07.11.2012
Momci og Jón Hrafn er búnir að reima á sig skautana
Momci og Jón Hrafn er búnir að reima á sig skautana

Þá er það heimaleikur á Jakanum og nú eru það strákarnir hann Benna Gumm sem koma til okkar. Þeim er spáð ofarlega í vetur og er það ekki innistæðulaus spá. Benni er frábær þjálfari og er með feykilega gott lið í höndunum. Þar er bland af ungum strákum með léttu mixi af  reynsluboltum.

 

Hér er svona létt statt okkar á þeirra liði. Þeir eru sem stendur með tvo sigra og tvö töp, og tóku Íslandsmeistara úr Grindavík í sínum síðasta leik í Dominosdeildinni og það gera ekki nema góð lið.

 

Þeirra stigahæstur er B.C. Smith er með 21.8 stig 4 fráköst og 5 stoðir.

Næstur honum er Robert Diggs með 14.9 stig og 11.3 fráköst og "sópar" 2.3 boltum frá körfunni í leik.

Ofvirki drengurinn hann Gummi Jóns er ekki langt á eftir með 13,0 stig og 3 fráköst.

Baráttujaxl Ísland Darri Hilmarson er með 10, 3 stig og 4,5 fráköst.  

"Gamli hundurinn" (sem er respect) Darrell Flake sem spilaði með Borgnesingum s.l. vetur töltir ekki langt á eftir með 13,9 stig og rífur niður 8,3 fráköst svona upp á gamanið.

"The Chef" Grétar Ingi Erlendson matreiðir 9,5 stig og í eftirrétt fylgja 5,8 frákost.

Og síðast en ekki síst er Baldur Þ. Ragnarsson með virðingarfyllst 3,3 stig og er frábær varnarmaður.

 

 Lið Þórs er snöggt og spilar hörkuvörn. Það verður verðugt vekefni að ná að stöðva þá en við eigum að vera klárir í það verkefni.

 

Á morgun spilar Kristján Pétur sinn fyrsta leik á þessu tímabili á Jakanum eftir að vera kominn úr meiðslum. Hann átti góða leiki í "langferðinni" um síðustu helgi og verður gaman að fá hann aftur svellkaldan á Jakann.

 

Leikurinn er að sjálfsögðu sýndur á KFÍ-TV og hefst útsending kl.19.00.

 

Áfram KFÍ

Deila