Þá er næsta verkefni hjá meistaraflokk KFÍ þegar meistaraefni KR koma hingað á Jakann með sitt flotta lið. Þjálfari KR er enginn annar en yfirþjálfari æfingabúða KFÍ Finnur Magnússon og verða fagnaðarfundir fyrir og eftir leik. En í leiknum sjálfum eru allir í búningum sínum og ætla sér sigur.
KR hefur tekið alla fjóra leiki sína í deildinni en erum enn að bíða eftir fyrsta sigri okkar drengja. Það fer að styttast í þann sigur og með góðum stuðning allra hér heima er allt hægt. Það hefur marg oft verið sannað. Erfitt verkefni, en alls ekki tapað fyrirfram. Eins og Finnur sjálfur sagði i viðtali eftir sigurinn gegn Stjörnunni þá hefjast allir leikir 0-0 og bæði lið hafa 40 mínútur til að fara með sigur. Nú er að nýta þessar mínútur. Það hefur grátlega lítið vantað upp á hjá okkur, en þetta grátlega er samt munurinn sem við verðum að brúa og við vitum að það er allt hægt ef viljinn....
Leikurinn er á föstudaginn 9.nóvember og hefst kl.19.15. Muurikka pannan verður á sínum stað og er flott að koma snemma fá sér að snæða og hitta mann og annan.
Fyrir þá sem ekki komast á Jakann er leikurinn í beinni eins og venjulega og hefst útsending kl.18.50 á KFÍ-TV
Deila