Fréttir

Troðfullt hús og mikið fjör á KFÍ deginum

Körfubolti | 01.10.2011
Það var mikið fjör í morgun :)
Það var mikið fjör í morgun :)

KFÍ dagurinn tókst með eindæmum vel. Um 400 manns komu á Jakann í morgun og skein gleði úr allra augum. Má með sanni segja að þessi dagur hafi slegið í gegn. Þegar fólk bar að tók á móti þeim meistaraflokkar félagsins og stjórn.

 

Íþróttaleikjaskóli KFÍ með þeim Árna "Íþróttaálfs" og Ernu var með aðstöðu fyrir yngstu "púkana" og var fjölmennt þar.

 

Meistaraflokkar KFÍ undir stjórn Péturs þjálfara var með leikjastöðvar og Kristján "gullbarki" Andrésson sem sagði meðal annars þann sannleik að Pétur Már hafi gefið tvær stoðsendingar á sínum ferli.

 

Tekið var við nýskráningum, seld árskort og veitingar voru slíkar að öll borðin í húsinu svignuðu undan þunganum.

 

Hljómsveitin Klisja sem meðal annars er skipuð drengjum úr 10. flokki KFÍ voru frábærir og spiluðu allan tímann við mikla kátínu gesta.

 

KFÍ vill koma á framfæri þökkum til allra sem gerðu þenna dag nog hlakkar til að hefja veturinn með keppni allra flokka. 

 

Fjölnir Baldursson meistari kom og tók upp á myndband daginn og er afraksturinn HÉR

Deila