Fréttir

Tvær KFÍ stelpur í yngri landsliðum

Körfubolti | 18.02.2015
Tveir leikmenn kvennaliðs KFÍ eru í lokaæfingahópum yngri landsliða. Þær Saga Ólafsdóttir, efri röð t.v. og Eva Margrét Kristjánsdóttir, efri röð fyrir miðju.
Tveir leikmenn kvennaliðs KFÍ eru í lokaæfingahópum yngri landsliða. Þær Saga Ólafsdóttir, efri röð t.v. og Eva Margrét Kristjánsdóttir, efri röð fyrir miðju.

Í gær var tilkynnt um æfingahópa yngri landsliða KKÍ eftir niðurskurð þjálfara úr stærra útaki. Æfingahóparnir sem tilkynnt var um munu því skipa langslið sumarsins og taka þátt í þeim verkefnum sem þá fara fram.

 

Tveir  leikmenn kvennaliðs KFÍ komustu í gegnum niðurskurðinn, Eva Margrét Kristjánsdóttir í U18 liði kvenna og Saga Ólafsdóttir í U15 liði kvenna. Frábær árangur hjá þeim stöllum og verður gaman að fylgjast með þeim í landsliðstreyjunum í sumar.

 

Stjórn KFÍ óskar Evu og Sögu til hamingju með árangurinn. 

Deila