Fréttir

Tveir heimaleikir gegn Þór Akureyri

Körfubolti | 08.01.2015
Birgir Örn Birgisson og strákarnir hans taka á móti Þór frá Akureyri í tveimur leikjum um helgina.
Birgir Örn Birgisson og strákarnir hans taka á móti Þór frá Akureyri í tveimur leikjum um helgina.

Það verður í nógu að snúast hjá leikmönnum karlaliðs KFÍ um helgina en strákarnir mæta liði Þórs frá Akureyri í tveimur leikjum á Torfnesi á sunnudag og laugardag kl. 14:00. Í 1. deildinni eru leiknar þrjár umferðir og til að spara ferðakostnað munu Þórsarar leika báða útileiki sína við KFÍ í sömu ferðinni.

 

Liðin mættust á Akureyri síðast í nóvember á Akureyri og þá fóru okkar menn með sigur af hólmi. Þetta eru afar mikilvægir leikir en með sigri í báðum leikjum getur KFÍ híft sig upp í fimmta sæti deildarinnar.

 

Báðir leikirnir hefjast sem fyrr segir kl. 14:00. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á strákunum í þessum mikilvægu leikjum! 

 

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á leikina geta að sjálfsögðu fylgst með þeim í beinni á KFÍ-TV.

Deila