Fréttir

Tveir sigrar á helginni

Körfubolti | 23.01.2023
Marko í leik á móti KR á síðustu leiktíð.
Marko í leik á móti KR á síðustu leiktíð.

Meistaraflokkur karla landaði 2 sigrum um helgina gegn KR-B.

Marko og Luka voru drjúgir fyrir lið Vestra og yngri leikmenn liðsins voru einnig sprækir. Elmar. Ingimar, James, Blessed komust allir vel frá sínu.

Ingimar var að venju í hlutverki leyniskyttunar sem setti niður rýtingsþrista á ögurstundu. Gunnlaugur sá svo til þess að þurfti mun minna að skúra gólfið, enda drjúgur sem fyrr að taka ruðninga, henda sér í gólfið og fórna sér fyrir liðið.

Birgir Örn Birgisson, var í liðinu um helgina og spilaði góðar mínútur svo að okkar lykil stóri maður, Luka fékk smá hvíld. Þá er Baldur Ingi stiginn upp úr erfiðum "meiðslum" og setti tvo þrista við mikinn fögnuð áhorfenda.

KR B liðið er skipað margföldum íslandsmeisturunum sem eru komnir af léttasta skeiði og reynslan þeirra sýndi sig í leikjunum, þeir sáu til þess að leikirnir voru jafnir og skemmtilegir. Fyrri leikurinn fór 84-77 Vestra í vil. Seinni leikurinn fór 91-71 Vestra í vil.

Næsti leikur er við Snæfell í Stykkishólmi, föstudaginn 27. Janúar kl 19:15.

Deila