Fréttir

Undanúrslitin hefjast í kvöld

Körfubolti | 17.05.2021

Í kvöld hefst viðureign Vestra og Skallagríms í undanúrslitum fyrstu deildar karla. Vestri er með heimavallarrétt og því fer leikurinn fram hér á Ísafirði og hefst kl. 19:15.

Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir merkjum Vestra leikur í undanúrslitum og er ljóst að baráttan um laust sæti í Dominosdeildinni hefst fyrir alvöru í kvöld.

Liðin hafa mæst tvívegis í vetur og hafa báðir leikirnir verið jafnir og spennandi þótt okkar menn hafi landað sigri í bæði skiptin. Stuðningur áhorfenda getur því skipt sköpum í kvöld og í næstu leikjum. Til að komast áfram í úrslit um laust sæti í efstu deild þarf að vinna þrjá leiki og skiptast liðin á að spila heima og heimann. Við hvetjum stuðningsfólk til að mæta og hvetja Vestramenn til dáða!

Takmarkað framboð er af miðum á leikinn vegna sóttvarnarráðstafana og fer miðasala fram í gegnum smáforritið Stubb. Aðeins 60 miðar eru í boði fyrir fullorðna, ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.

Einnig er bein útsending hjá Viðburðastofu Vestfjarða og hægt að kaupa styrktarmiða í gegnum Stubb.

Hægt er að nálgast Stubb fyrir bæði Android síma og I-phone:

Stubbur fyrir Android

Stubbur fyrir I-phone

Gestir á leiknum eru beðnir um að virða gildandi sóttvarnarreglur: 

  • Grímuskylda er á leiknum
  • 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila
  • Gestir skulu ekki fara úr sætum sínum að óþörfu á meðan á leik stendur og í hálfleik
  • Óheimilt er með öllu að fara inn á keppnissvæði

 

Áfram Vestri!

Deila