Fréttir

Unglingaflokkur mætir Njarðvík á Jakanum

Körfubolti | 11.04.2017
Unglingaflokkur Vestra mætir Njarðvíkingum á morgun miðvikudag klukkan 15 hér heima.
Unglingaflokkur Vestra mætir Njarðvíkingum á morgun miðvikudag klukkan 15 hér heima.

Unglingaflokkur Vestra í körfubolta mætir Njarðvíkingum í síðasta heimaleik Íslandsmótsins á morgun, miðvikudag, klukkan 15:00. Njarðvíkingar munu án efa mæta ákveðnir til leiks enda eiga þeir í harðri baráttu við Skallagrím um sæti í úrslitakeppninni. Vestramenn sigla hinsvegar lygnan sjó í sjötta sæti deildarinnar.

Við hvetjum alla til að mæta og styðja strákana. Liðið samanstendur af yngri leikmönnum meistaraflokks í bland við stráka úr 9. og 10. flokki.

Áfram Vestri!

Deila