Fréttir

Ungu drengirnir okkar stóðu sig vel á Nettómótinu

Körfubolti | 13.03.2012
Guðni og drengirnir
Guðni og drengirnir
1 af 4

Það var mikil tilhlökkun í hópi vaskra drengja sem lögðu land undir fót suður á Nettómótið um daginn. Þjálfari drengjanna var enginn annar en Guðni Ólafur Guðnason meistari og fyrrum landsliðsmaður sem er búinn að fara í nokkrar svona ferðir. Þetta mót er einkar glæsilegt og þeim suðurnesjarmönnum til mikillar fyrirmyndar.

 

Keppni er þannig háttað að fá sem mesta gleði út úr krökkunum og allir eru sigurvegarar. Mikið er gert í félagslega þættinum og sameiginlegar máltíðar, skemmtigarður, sundferðir, bíóferð og kvöldvaka er fastur punktur í Nettmótinu, en það er nauðsynlegt að kenna börnum að karfan er meira en að drippla bolta og skjóta á körfu.

 

Drengirnir okkar stóðu sig mjög vel og voru okkur til mikillar fyrirmyndar sem og þjálfari og fararstjórar sem voru þau Birna Lárusdóttir og Ingólfur Þorleifsson.

 

Við viljum þakka Keflavík og Njarðvík fyrir gott mót og vonumst til að sjá alla félaga okkar að ári.

Deila