Fréttir

Uppgjör helgarinnar hjá KFÍ

Körfubolti | 21.11.2011
Meistaraflokkruinn stóð sig með ágætum
Meistaraflokkruinn stóð sig með ágætum

Það voru margir leikir á dagskrá KFÍ um helginga og hér er uppgjörið.

 

Meistaraflokkur karla lék tvo leiki. Sá fyrri var gegn ÍG ítoppslagnum í 1. deild og eins og áður kom fréttum sigruðu okkar menn örugglega 120-78.

Meistaraflokkurinn tók svo við liði Hauka hér á Jakanum og fór með sigur af hólmi 93-82.

 

Unglingaflokkur karla keppti við ÍR í Reykjavík og sigrðuðu okkar drengir örugglega 97-68.

 

10. flokkur stúlkna keppti á fjölliðamóti í B-riðli og unnu alla leiki sína og komust í A-riðil og eru því komnar á meðal fimm bestu liða landsins. Þær sigruðu Tindastól og Fjölni í tvöfaldri umferð.

 

7. flokkur stúlkna keppti á fjölliðamóti á Patreksfirði og unn tvo og töpuðu einum, sem er glæsilegur árangur. Þær unnu Snæfell og Hörð Patreksfirði, en töpðuðu gegn Kormák.

 

Og síðast en ekki síst var fyrsta fjölliðamót minnibolta drengja 11 ára hér á Jakanum og komu hingað lið Njarðvíkur og Víkingur Ólafsvík. Okkar drengir unnu Njarðvík, en töpuðu gegn Víking Ólafsvík.

 

Niðurstaðan er 9 sigrar og 2 tapleiki sem er góð uppskera.

 

Áfram KFÍ

Deila