Fréttir

Uppskeruhátið yngri flokka KFÍ lokið

Körfubolti | 09.05.2013
Glatt á hjalla
Glatt á hjalla
1 af 8

Í dag var uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ haldið í hreint mögnuðu veðri og var mæting til fyrirmyndar bæði frá iðkendum og foreldrum. Einnig voru afar og ömmur mætt til að taka þátt í þessum degi. Keppni var sett upp þar sem að blandað saman í lið og voru þarna yngstu "púkarnir" okkar 5 ára að spila með 17 ára krökkunum og fannst þeim það ekki leiðinlegt. Svo var farið í risa "stinger" þar sem foreldrarnir sýndu að það er aldrei of seint að reyna að vera "cool".

 

Svo var komið að uppskeru verðlaunum fyrir veturinn og var því stjórnað af Guðfinnu Hreiðarsdóttur formanni barna og unglingaráðs KFÍ og eins og hennar er von og vísa tókst það með afbrigðum vel og voru börn og unglingarnir okkar ánægð með sitt.

 

Yngri iðkendur okkar fengu öll verðlaun fyrir sitt framlag og eru allir sem æfa hjá okkur sigurvegarar.

 

 

Eftirtaldir fengu verðlaun:

 

8.flokkur drengja

Besta mætingin: Haukur Rafn Jakobsson

Mestu framfarirnar: Tryggvi Fjölnisson

Besti leikmaðurinn: Rúnar Ingi Guðmundsson

 

8.flokkur stúlkna

Besta mætingin: Hekla Hallgrímsdóttir

Mestu framfarirnar: Þorsteina Þöll Jóhannesdóttir

Besti leikmaðurinn: Linda Marín Kristjánsdóttir

 

11.flokkur drengja

Besta mætingin: Hákon Ari Halldórsson

Mestu framfarirnar: Ævar Höskuldsson

Mikilvægasti leikmaðurinn: Hákon Ari Halldórsson

Besti leikmaðurinn: Haukur Hreinsson

 

Stúlknaflokkur

Besta mætingin: Rósa Överby

Mestu framfarirnar: Rósa Överby

Mikilvægasti leikmaðurinn: Lilja Júlíusdóttir

Besti leikmaðurinn: Eva Kristjánsdóttir

 

 

 

Góður dagur að kveldi kominn og allir sáttir við sitt. Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt til að gera þennan vetur að veruleika.

 

Deila