Fréttir

Úti er veður vont

Körfubolti | 01.11.2012
Birnir á ferð
Birnir á ferð

Nú er úti veður vont og búið að fresta einum leik í Dominos deild karla. Við eigum leik gegn Snæfell annað kvöld og var ákveðið að leggja af stað í Stykkishólm í dag til leiks vegna slæmrar spár á morgun föstudag hér heima og víðar. Erum við búnir að vera í sambandi við Vegagerð og aðra sem hafa farið suður í dag til að tryggja sem bestar upplýsingar. Ef leikurinn verður ekki annað kvöld er hann settur á laugardag í staðinn í Hólminum.

 

Ástæða þess að lagt er af stað er að við eigum einnig leik gegn Hamar og er sá leikur á sunnudagskvöld í Hveragerði. Það er dýrt að ferðast og reynt eftir fremsta megni að takmarka ferðirnar sem farnar eru, nægar eru ferðirnar samt í vetur.

 

Við munum láta vita hvernig gengur að ferðast en Guðni Ó. Guðnason okkar er fararstjóri í ferðinni og traustari mann er ekki hægt að fá í þetta verkefni.

 

Stelpurnar í meistaraflokk eiga einnig leiki fyrir sunnan um helgina og eiga að leggja í hann á laugardag. Nánar verður skýrt frá því á morgun föstudag, en þær eiga tvo leiki fyrir sunnan gegn Breiðablik og Grindavík-b.

 

Og til að toppa leikina eiga strákarnir í unglingaflokk einnig leik fyrir sunnan gegn Breiðablik þannig að hægt er að segja að fjölmenni sé á ferðinni frá KFÍ þessa helgi til keppni.

 

Áfram KFÍ

 

Deila