Á morgun föstudaginn 20. október taka Vestramenn á móti FSu í 1.deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Jakanum en það er um að gera að mæta fyrr og gæða sér á hamborgurum fyrir leik. Þá eru síðustu forvöð að kaupa árskort en annars er aðgangseyrir litlar 1.000 kr.
Þetta verður spennandi viðureign enda hafa þessi lið verið fremur jöfn undanfarin ár og leikir þeirra ávalt spennandi. Þótt FSu menn séu enn án sigurs í deildinni, en okkar menn enn ósigraðir á heimavelli, hefur það ekkert að segja þegar á hólminn er komið. Okkar menn eru þó að sjálfsögðu staðráðnir í að halda áfram sigurgöngu sinni á Jakanum á meðan FSu menn eru hungraðir í sinn fyrsta sigur.
Það er gaman að segja frá því að innan raða FSu eru fjórir fyrrum liðsmenn KFÍ, þeir Florijan Jovanov, Haukur og Hlynur Hreinssynir sem og frændi þeirra Ari Gylfason. Svo má einnig nefna að Adam Smári Ólafsson leikmaður Vestra lék um skeið með FSu.
Við bendum öllum áhangendum Vestra og FSu sem ekki eru staddir á norðanverðum Vestfjörðum að Jakinn-TV sýnir að sjálfsögðu beint frá leiknum.
Áfram Vestri!
Deila