Fréttir

Vestri mætir Fjölni heima

Körfubolti | 11.10.2018
Nebojsa Knezevic, aðstoðarþjálfari og leikmaður Vestra er tilbúinn í slaginn gegn Fjölni.
Nebojsa Knezevic, aðstoðarþjálfari og leikmaður Vestra er tilbúinn í slaginn gegn Fjölni.

Vestramenn leika aftur á heimavelli í annari umferð 1. deildar karla en þá tekur liðið á móti Fjölni úr Grafarvogi. Leikurinn fer fram á Torfnesi föstudaginn 12. október og hefst að vanda kl. 19:15.

Í fyrstu umferð unnu strákarnir sannfærandi sigur á Snæfelli 80-47. Ljóst er að Fjölnismenn eru erfiðari andstæðingur en piltarnir úr Hólminum og því er mikilvægt að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.

Á leiknum verður hægt að kaupa ársmiða á alla heimaleiki liðsins á Íslandsmótinu fyrir litlar 10.000 kr. Miðaverð er annars 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara og námsmenn. Frítt á alla leiki liðsins fyrir grunnskólanema. Þá verða grillaðir hamborgarar og gos í boði fyrir leik á litlar 1.000 kr. Bryddað verður upp á fjölskyldutilboði 4 borgarar á 3.000 kr.

Jakinn-TV verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá leiknum fyrir stuðningsfólk liðsins sem ekki er statt á norðanverðum Vestfjörðum.

Þá bendum við einnig á að á sunnudaginn kl. 16:00 spila stelpurnar í 10. flokki sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar þær taka á móti Snæfelli hér heima. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á þann leik líka og styðja stelpurnar.

Áfram Vestri!

Deila