Fréttir

Vestri tekur á móti FSu

Körfubolti | 01.12.2016
Vestri tekur á móti FSu kl. 20:00 á föstudag hér heima á Jakanum.
Vestri tekur á móti FSu kl. 20:00 á föstudag hér heima á Jakanum.

Meistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember kl. 20:00. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir Snær er sonur Þóris Guðmundssonar fyrrum leikmanns KFÍ og Guðrúnar Kristínar Bjarnadóttur. Við bendum einnig á að á afmælisdag Birkis fara fram styrktar og afmælistónleikar í Félagsheimili Bolungarvíkur þar sem tekið er við frjálsum framlögum til að létta undir með fjölskyldunni.

Leikurinn á morgun er annar leikur Vestra og FSu á tímabilinu. Fyrri leikurinn fór fram á Selfossi og var gríðarlega jafn og spennandi en endaði með sigri FSu. Vestri hefur fram til þessa sigrað tvo útileiki en nú er lag að landa fyrsta heimasigri tímabilsins.

Við hvetjum alla til að mæta á Jakann, styðja við Vestramenn og um leið að leggja fyrrum liðsfélaga okkar og fjölskyldu hans lið.

Þar sem leikurinn hefst kl. 20:00 verður ekki boðið upp á hamborgara að þessu sinni en Barna- og unglingaráð mun bjóða upp á pylsur í sjoppunni fyrir svanga.

Leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á JakinnTV.

Áfram Vestri!

Deila