Fréttir

Vormót Vestra í körfu

Körfubolti | 01.05.2017

Á morgun, þriðjudaginn 2. maí, stendur Kkd. Vestra fyrir léttu og skemmtilegu vormóti fyrir alla káta og áhugasama krakka í 1.-4. bekk grunnskóla. Mótið fer fram á íþróttahúsinu Torfnesi og hefst skráning kl. 16. Allir fara heim með smá verðlaun að móti loknu. Foreldrar eru velkomnir í áhorfendahópinn til að hvetja og styðja hina ungu leikmenn til dáða. Ætla má að mótinu verði lokið fyrir kl. 18.

Allir velkomnir!

Deila