Fréttir

Yima Chia-Kur til liðs við Vestra

Körfubolti | 20.10.2016
Yima Chai-Kur og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.
Yima Chai-Kur og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við bandaríska leikmanninn Yima Chia-Kur. Yima er 30 ára gamall tæplega tveggja metra hár framherji. Hann útskrifaðist úr Arkansas State háskólanum þar sem hann lék í NCAA deildinni. Hann býr yfir mikilli reynslu af atvinnumennsku og hefur leikið Venesúela, Dubai, Þýskalandi, Portúgal, Marokkó, Frakklandi og nú síðast á Spáni.

Yima kom til Íslands í síðasta mánuði og æfði með Vestra í tæpa viku og skrifaði í framhaldinu undir samning við félagið. Í kjölfarið sneri hann aftur til Barcelona þar sem hann hefur aðsetur á meðan leyfismál eru í vinnslu. Yima mun bæta mikilli reynslu við ungt lið Vestra, styrkja hópinn og auka breiddina.

Stjórn Kkd Vestra býður Yima Chia-Kur velkominn til starfa og hlakkat til samstarfsins við hann á næstu viku.

Deila