Fréttir

2. mótshluti

Sund | 31.10.2009

Þá er komið hádegishlé og 2. mótshluta lokið. Við fengum eitt gull (Elena 50m skrið 29:63) og 3. silfur ( Martha 50m skrið 30:89, Daníel 200m bringa 3:20:26 og Þórir 200m bringa 3:04:28) . Krakkarnir stóðu sig öll vel í morgun og voru yngri krakkarnir að bæta sig einnig mjög mikið. Látum heyra frá okkur um kvöldmatarleytið næst. Bestu kveðjur heim, Benni og Vestrapúkarnir

Deila