Fréttir

Æfingar næstu viku

Sund | 12.08.2010

Sæl öll.

Góð stemming hefur verið á þrekæfingum og hef ég verið að láta krakkana hlaupa smávegis og farið í þrekæfingar einnig. Ég mun verða fyrir sunnan alla næstu viku og vildi því láta ykkur vita af því að Gunna Baldurs verður með æfingarnar á mánudag-þriðjudag og miðvikudag og verður hjólaþema á öllum þeim æfingum. Ég hef sjálfur verið að hjóla gríðarlega mikið í sumar og hef óendanlega trú á þessum æfingum á undirbúningstímabili. Það finnst líka öllum gaman að hjóla og verður þetta því jákvæð en mjög góð hreyfing. Minni ykkur á að láta krakkana koma með hjálma.

Á fimmtudeginum mun Árni Ívarsson vera með báðar æfingarnar og ætlar hann að láta krakkana púla aðeins en hann hefur gríðarlega reynslu af styrktarþjálfun.

Ég tel það líka gott fyrir krakkana að fá annan pól annað slagið og fá að sjá aðra hluti en bara frá mér.

Við munum svo hefja sundæfingar mánudaginn 23. ágúst og mun það ekki komast á hreint fyrr en á sunnudeginum eða mánudagsmorgninum hvernig æfingatímarnir verða því við erum háð stundaskrá skólans.

Bestu kveðjur, Benni Sig

Deila