Fréttir

Afrek Vestrapúka

Sund | 04.03.2010 Við höldum áfram að fylgjast með afrekum okkar félaga. Í þetta sinn var það yfirþjálfari Vestra sem gerði garinn frægann í borginni um síðustu helgi. Glæsilegur árangur Benni, til hamingju!

Frétt tekin af bb.is:

Náðu góðum árangri í tvíþraut
Bolvíski afreksíþróttamaðurinn Benedikt Sigurðsson, var í þriðja sæti í sínum flokki í inni-tvíþraut sem haldin var af Þríþrautafélagi Reykjavíkur í Laugum á dögunum. Þar háðu afreksíþróttamenn keppni í 500 metra sundi auk þess að hlaupa 5 km á hlaupabretti. Benedikt synti á 7:44 mínútum og hljóp á 19:57 og var lokatími hans 27:41. Svala Sif Sigurgeirsdóttir, sem einnig kemur frá Bolungarvík endaði í 6. sæti í sínum flokki með lokatímann 34:58 mínútur. Hún synti á 8,23 mínútum og hljóp á 26,35.
Deila