Fréttir

Dagatöl, útikert o.fl.

Sund | 05.01.2010 Gleðilegt nýtt ár kæru Vestrapúkar og takk fyrir gott samstarf á liðnu ári.

Nú er komið að því að skila af sér fjáröflunum sem krakkarnir fengu fyrir jólin, það er sala á útikertum og dagatölum. Hægt er að koma peningum og ef eihver afgangur hefur orðið, til Rögnu (8655710) eða Þuríðar (8944211).

Svo vil ég minna á að nú styttist í RVK international sem verður 15-17. janúar og eru það Gull hópur og einhverjir úr bláum sem fara á það mót.
Við óskum að sjálfsögðu eftir fararstjóra á mótið. Undanfarið hefur reynst afar erfitt að fá fararstjóra í ferðir á vegum Vestra og hafa þeir verið að koma inn á síðustu stundu. Þetta gerir alla skipulagningu mjög erfiða og hefur sú niðurstaða verið rædd innan stjórnar Vestra að hún hafi ekki aðra kosti en þá að fella niður ferðir komi slíkt mál upp á ný. Með von um góða samvinnu við foreldra verður vonandi hægt að komast hjá þessu.

Annars hefjast æfingar að nýju hjá öllum hópum í dag og gaman verður að sjá líf færast yfir laugina á ný með hressum Vestra-púkum.

Kveðja
Stjórn Vestra. Deila