Fréttir

Foreldrafundur mánudaginn 21.sept 20:00 - 21:00

Sund | 17.09.2015 Nú er komið að fyrsta foreldrafundi tímabilsins, betra seint en aldrei.
Hann verður haldinn í Sundhöll Ísafjarðar mánudaginn 21. september klukkan 20:00, áætluð fundaslit eru um klukkan 21:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Vetrarstarfið, kynning á atburðadagatali og tímaáætlun
  • Fyrirspurnum svarað varðandi atburðadagatal
  • Kynning á foreldraráði
  • Fyrirspurnum svarað varðandi foreldraráð
  • Kynning á Hollvinafélagi
  • Fyrirspurnum svarað varðandi Hollvinafélag
  • Fyrirspurnum svarað varðandi starfsemi félagsins í vetur
  • Önnur mál

Ég vill óska eftir því að allir foreldrar iðkennda hjá Sundfélaginu Vestra, sama hvort um er að ræða í Sundskóla, HSV-skóla eða á æfingum hjá Gull- og Silfurhóp eigi fulltrúa á fundinum. 

Fyrirspurnum og óskum eftir viðbótar dagskrárliðum eða umræðu er beint til yfirþjálfara á netfangið palljanus87@gmail.com

Meðfylgjandi er svo atburðadagatal Sundfélagsins Vestra sundárið 2015-2016.
 

Kveðja, Páll Janus Þórðarson

Deila