Fréttir

Fyrstu fréttir af KR-móts förum

Sund | 12.02.2010 Þá er fyrsta keppnisdegi lokið hjá krökkunum.
Benni var mjög ánægður með krakkana og voru þau flest öll að ná góðri bætingu í 50. metra greinunum.

Elena Dís setti mótsmet í telpnaflokki í 50.m skriðsundi þegar hún synti á tímanum 29.34 sek. sem er glæsilegur árangur.

Við vonum að þessi árangur krakkanna sé forsmekkurinn af því sem koma skal um helgina. Svo er bara að sjá hvort að einhver af þeim syndi sig ekki örugglega inn í úrslitin í Super-Challenge sem fer fram í lauginni annað kvöld. Við fylgjumst spennt með þeim á morgun og setjum inn fréttir.

Annars heyrðist mér að allir væru hressir og skemmtu sér vel, allavega var mikið fjör að bak við Benna í símanum og greinilegt að engum þarf að leiðast í þessari ferð.
Deila