Fréttir

Heimferð frá Keflavík

Sund | 16.05.2010 Sæl Öll

Hópurinn lagði af stað heim kl 1740 úr Keflavík. Ætlunin er að stoppa í Borgarnesi og borða kvöldmat.
Helgin heppnaðist vel og vakti Vestra-hópurinn mikla athygli fyrir góða og vel heppnaða þátttöku.

Nánari fréttir af ferðalöngunum verða settar inn um leið og þær berast.
Þar sem hópurinn verður seint á ferðinni, er búið að fá leyfi í skólanum í fyrstu þremur tímunum í fyrramálið fyrir þá sem vilja nýta sér það að sofa örlítið lengur.

Einnig vil ég benda á heimasíðu þeirra keflvíkinga, en þar eru öll úrslit sunda komin inn.
http://keflavik.is/Sund/spmot2010/

Kv
Stjórn Vestra

Deila