Fréttir

Kökulína kökulína kökulína

Sund | 04.03.2010

Kæru foreldrar

 

Í dag munum við dreifa út kökulínu á krakkana. Þau fá úthlutað götum sem þau eiga að selja í. Línan kostar 500kr og fer þannig fram að þeir sem hafa áhuga á að kaupa línu skrifa nafn sitt og heimilisfang á blöð sem börnin fá með sér heim, línurnar verða svo klipptar niður og settar í pott.

 

Okkur langar til að biðja alla þá foreldra sem sjá sér fært um að baka köku um að gera það og koma með í Skólagötuna á sunnudaginn kl 14. Einnig biðjum við ykkur um að koma með línurnar sem seldar hafa verið því að þá munum við draga út línurnar. Svo væri mjög gott ef foreldrar sæju sér fært um að aðstoða við að keyra kökunum út á vinningshafa, það er ekki nema svona ein ferð á hvert foreldri.

Með von um góð viðbrögð

 

F.h. stjórnar

Kveðja
Þuríður Katrín

Deila