Fréttir

Skólastyrkir

Sund | 16.01.2012

Ungmennafélag Íslands hefur verið í  góðu samstarfi við nokkra lýðháskóla í Danmörku í áraraðir.  UMFÍ hefur m.a. styrkt fjölmörg íslensk ungmenni til dvalar í þessum skólum og gerir enn.   Einn af þeim skólum sem UMFÍ er í samstarfi við er lýðháskólinn í Viborg.  Skólinn hefur nú ákveðið að bjóða nokkrum ungmennum skólastyrk á vorönn sem er frá 19. febrúar – 26. júní 2012 eða í samtals 18 vikur.   Heildarkostnaður vegna námsins ásamt fullu fæði og gistingu er 36.910.- dkr. eða um kr. 800.000,- íslenskar krónur.   Styrkurinn nemur hinsvegar kr. 20.910.- dkr. sem er um 460.000.- íslenskar krónur.    Hlutur nemenda í þessar 18 vikur er því 16.000.- dkr. eða einungis um 350.000.- íslenskar krónur.

Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans giv.dk og síðan gefur Ómar Bragi Stefánsson hjá Ungmennafélagi Íslands frekari upplýsingar til áhugasamra.  Netfang Ómars er omar@umfi.is
Deila