Fréttir

Sundskóli Vestra - skráningar að hefjast.

Sund | 01.12.2015

Sæl öll.

Nú eru að fara í gagn skráningar í sundskólana sem byrja í janúar 2016. Námskeiðin að þessu sinni munu vera í 6 vikur, tvö skipti í viku á sömu tímum og síðast (annar hópurinn kl.15:00 á þriðjudögum og 15:10 á fimtudögum og hinn hópurinn kl.15:40 á þriðjudögum og 15:50 á fimtudögum) í 40 mínútur hver tími.

Námskeiðin eru á þessum dagsetningum:

1. Framhaldsnámskeið fyrir börn fædd 2010/2011 - 12.01.2016 til 18.02.2016 kl.15:00/15:10

2. Framhaldsnámskeið fyrir börn fædd 2010/2011 - 12.01.2016 til 18.02.2016 kl.15:40/15:50

3. Framhaldsnámskeið 2 (börn fædd 2010 sem hafa lokið fyrra framhaldsnámskeiði) - 23.02.2016 - 31.03.2016 kl.kl.15:00/15:10

4. Byrjendanámskeið fyrir börn fædd 2010/2011 - 23.02.2016 - 31.03.2016 kl.kl.15:40/15:50

Til þess að skrá barn þarf að senda póst á sundskolivestra@gmail.com með upplýsingum um nafn og kennitölu barns, forráðamann og símanúmer. Gott er að láta fylgja með ef barnið hefur farið á námskeið áður og þá hvar og hvenær það hafi verið.

Vestri áskilur sér rétt til að breyta dags- og tímasetningum ef þörf krefur en þó aldrei án fyrirvara.

Kær kveðja,

Páll Janus Þórðarson

Yfirþjálfari Sundfélagsins Vestra.

Deila