Fréttir

Vestfjarðamót

Sund | 18.09.2009 Þá er heldur betur að styttast í Vestfjarðameistaramótið sem hefst í fyrramálið. Nokkrir punktar sem foreldrar þurfa að hafa í huga.

Mæting kl 08:00 í fyrramálið í sundlaug Bolungarvíkur og þá hefst upph.
Mót hefst kl 09:00 og verður hádegishlé um kl 12:00
Um leið og móti lýkur fyrir hádegi munu allir 10. ára og yngri fá þáttökuverðlaun.

Krakkarnir þurfa að vera með nesti á bakka sem dugar fram að hádegi og þá eitthvað hollt og gott. Eins þurfa krakkarnir að vera með íþróttaföt til þess að vera í yfir sundfötin á milli sunda svo þeim verði ekki kalt. Eins er mikilvægt að vera í inniskóm því manni verður fljótt kalt á fótunum og því getur reynst erfitt að synda (tala af reynslu). Upphitun eftir hádegi hefst kl 14:00 og mót kl 15:00-17:30.

Að móti loknu eða um kl 18:00 verður svo kvöldmatur, verðlaunaafhending og kvöldvaka.

Við skulum muna það að við erum gestgjafar og skulum sýna algjöra kurteisi gagnvart gestum okkar frá Akranesi og ganga vel um bæði sundlaugina sem og grunnskólann í Bolungarvík. Verum til fyrirmyndar , stöndum saman og hvetjum hvort annað eins og alltaf, ÁFRAM VESTRI. Benedikt Sigurðsson, yfirþjálfari Vestra Deila