Fréttir

13 réttir! - Þórir Guðmunds og Stóri pottur náðu 13 réttum

Getraunir | 08.12.2021

Lokins náði einhver 13 réttum hér Westra.

Verst hversu margir aðrir gerðu það líka og skiluðu 13 réttir því ekki háum fjárhæðum þessa helgina.  Árangur Þóris er þó mjög eftirtektarverður því hann tippar fyrir mun lægri fjárhæðir en margir, fékk 13 rétta á seðil sem kostar kr. 360 en hlaut kr. 33.000 í vinningsfé, vel gert Þórir.

Stóri potturinn náði einnig 13 réttum sem skilaði tæpum  kr. 40.000 í vinning, náðum þannig inn fyrir rúmlega 65% af miðaverði en miðinn kosaði kr. 61.000.

Hampiðjumenn eru langt komnir með að tryggja sér Hausttitilinn 2021, komnir með fimm stiga forystu á toppnum, Sævar bankastjóri skilaði þeim tólfu í púkkið.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fjögurra stiga forystu á næsta mann.  Sigrún Sigvalda er þó að sækja á, náði 12 réttum í leiknum, Sævar Ríkharðs náði einnig 12 réttum, aðrir voru með minna.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, níu úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

 

 

Deila