Fréttir - Getraunir

Leikvika 2

Getraunir | 11.01.2019

Minnum tippara á að senda raðir inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.

Seðil vikunnar nálgist þið hér:

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Staða leiksins er hér til hliðar á síðunni undir skrár.

Verðum í skúrnum á morgun laugardag að taka við röðum, frá 12.00 - 14.00.

Þessir leikir verða sýndir

12. jan.

12:20

West Ham - Arsenal

Premier League 2018/2019

 

12. jan.

14:50

Brighton - Liverpool

Premier League 2018/2019

 

Stóri potturinn verður á sínum stað, risapottur og stendur til að vanda vel til verka, senda inn stóran seðil, hvetjum alla til að vera með.  Þeir sem vilja vera með senda póst á getraunir@vestri.is.  Áskrifendur þurfa þess ekki nema þeir vilja bæta við framlagið.

 

Ekki er of seint fyrir ný lið að hefja leik.  18 vikna leikur, 15 bestu telja þannig að þeim þrem verstu er alltaf hent út.

 

Nánar

Team Fjarðarnet tekur forystuna

Getraunir | 07.01.2019

Steini og félagar fóru best af stað í vorleiknum og náðu 12 réttum, vel gert.  Seðill skilaði kr. 6.300 í vinning.

Annars má finna stöðuna í leiknum hér:

 

Stóri potturinn skilaði líka 12 réttum, náðum 3 röðum með 12 réttum og 21 röð með 11 réttum, vinningur samtals kr. 24.900, hluthafar fá sinn hlut greiddan inn á spilareikning sinn síðar í vikunni.

 

Rétt að fara að huga að næsta seðli en hann er hér.

 

 

Nánar

Krissi vann haustleikin, vorleikur hefst á laugardag

Getraunir | 03.01.2019

Haustleiknum lauk með naumum sigri Krissa, lokastöðuna hægt að finna hér.

Nýr leikur hefst á laugardaginn kemur, 5. janúar.  Bikarhelgi, snúinn seðill.  Seðilinn má finna hér.  Nú spilum við 18 vikur, 15 bestu telja, síðasta umferð verður sem sagt laugardaginn 4. maí.

Minni menn á að senda raðir inn tímanlega og ekki verra ef þið náið fleirum inn í leikinn, allt skilar þetta tekjum fyrir Vestra.

Stóri seðillinn verður á sínum stað, enn pláss fyrir fleiri hluthafa í honum, bara senda póst á getraunir@vestri.is.  Styttist í að stóri vinningurinn skili sér.

Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00.   Manchester - Reading verður sýndur kl. 12.20.  

Nefndin

 

 

Nánar

Staðan og næsta umferð getrauna

Getraunir | 29.11.2017

Gaman er frá því að segja að Team Fjarðarnet var með 13 rétta í síðustu umferð. Toppuðu listann yfir stærsta vinninginn og skilst mér að kökurnar flæði í kaffitímunum hjá þeim félögum.

Nánar