Fréttir - Getraunir

Glæsilegur árangur í stóra potti - Vinningur kr. 370.000

Getraunir | 20.01.2022

Sérfræðingar okkar gerðu heldur betur gott mót um liðna helgi.  Náðu 12 réttum sem skiluðu heilum kr. 370.000 í heildarvinning.  Seðill kostaðii kr. 72.000 þannig að hluthafa rúmlega fimmfölduðu framlag sitt.  Vel gert.  Loks kom einn sæmilega stór vinningur í hús, langt síðan síðast.

Öll liðin nema Team Skúrinn náðu 10 réttum.  10 éttir skiluðu smá vinningi og fengu Hampiðjumenn  kr. 9.600 þar sem þeir voru með flestar tíur, aðrir minna.  

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild og níu úr þeirri næstu , seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Allt hnífjafnt á toppnum

Getraunir | 13.01.2022

Vorleikur 2022 for af stað með takmörkuðum látum.  Nú eru búið að henda í fimm stórlið og enduðu þau öll með 9 rétta, enginn vestfirskur tippari náði vinning, ekki gott en bikarinn er nú alltaf snúinn.  Amk. spenna á toppnum.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri potturinn náði 10 réttum sem skiluðu  heilum kr. 4.300 í vinning, gengur betur næst, styttist í þann stóra.  Ofurpottur um næstu helgi og munum við nýta eitthvað af fríröðum okkar, undirbúningur hafinn hjá okkar helstu sérfræðingum.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fimm leikir úr efstu deild og áttaó úr þeirri næstu , seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Hampiðjumenn vinna haustleikinn með yfirburðum

Getraunir | 05.01.2022

Hampiðjumenn sigldu þessu heim af öryggi.  Fengu 12 rétta í lokaumferðinni og bættu í forystuna.  Unnu að lokum með 6 stiga mun, fáheyrðir yfirburðir.  12 réttir skiluðu þeim kr. 179.000 í vinning.

Í 2. sæti endar Team Skúrinn, sex stigum á eftir og Team HG í þriðja sæti tveimur stigum þar á eftir. 

Sigrún Sigvalda náði einnig 12 réttum, náði sér í kr. 171.000

Annars má sjá lokastöðuna í haustleik 2021 hér 

Stóri potturinn náði 11 réttum sem skilaði hluthöfum kr. 16.500 í vinning, styttist í þann stóra

Næsti seðill er óvenju snúinn, bikarhelgi, allt getur gerst, seðilinn má finna hér. 

Vorleikur 2022 hefst strax á laugardaginn kemur.  Keppendur að rotta sig saman við að stofna fleiri stórlið, Hampiðjumenn mega búast við harðari keppni en verið hefur.  Team Sjálfval hafa tekið sig saman og svo kemur nýtt lið inn Team Getspakir, ekki minnimáttarkenndin að hrjá það lið.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á sunnudag frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Nánar

Lokaumferð haustleiks verður á Nýarsdag - Úrslitin ráðin

Getraunir | 30.12.2021

Lítil spenna er í Haustleiknum núna þegar ein vika er eftir.  Hampiðjan heldur öruggri forystu á toppnum þó svo þeir hafi gleymt að senda inn um síðustu helgi.  Sævar bankastjóri náði 6 réttum fyrir þeirra hönd með litlum aukaseðli.

Forysta þeirra er þrjú stig fyrir lokaumferðina og ekkert sem getur komið í veg fyrir sigur þeirra.  Skúrinn í öðru sæti og svo kemur Team HG tveimur stigum þar á eftir.

Fjórar ellefur sáust um síðustu helgi sem skiluðu viðkomandi kr. 500 í vinning, aðrir stóðu sig verr.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fimm stiga forystu á næsta mann sem er  Sigrún Sigvalda .

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri potturinn náði einnig 11 réttum, þremur þannig röðum sem skiluðu  kr. 1.500 í vinning, ekki nógu gott, gengur betur næst.    Hampiuðjumenn munu einmitt  stilla upp næsta stóra potti, von á vinningi segja kunnugir.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, átta leikir úr efstu deild, tveir úr þeirri næstu og þrír úr spænsku deildinni, seðilinn má finna hér. 

Lokaumferð haustleiks verður eins og áður segir á laugardag, Nýársdag.  Skúrinn er lokaður og mun nefndin því vinna þetta í fjarvinnu, raðir sendist á Guðna, Krissa eða bara beint á getraunir@vestri.is

Svo heyrast fréttir af því að liðin séu farin að undirbúa vorleikinn, verið að safna í lið, brýna hnífa og skerpa spjót til að leggja Hampiðjumenn, gengur ekki að láta þá rúlla þessu svona upp.  Við hefjum vorleik strax fyrstu helgina í janúar.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Öllu frestað um síðustu helgi - Næsta umferð annan í jólum

Getraunir | 23.12.2021

Covid sá til þess að engar getraunir voru um síðustu helgi.  Reglur Getspár eru með þeim hætti að ef 7 leikjum eða fleiri er frestað þá fellur seðillinn niður.

Staðan er því óbreytt á toppnum en næsta umferð verður á sunnudag, 2. í jólum.

Við eigum 2 umferðir eftir af haustleiknum þannig að við notum 2 næstu helgar til að klára haustleikinn.  Svo vindum við okkur í vorleik 2022.  Planið að spila 15 vikur, 12 bestu telja.

Stöðuna í leiknum má sjá hér , Hampiðjan á toppnum, lítið sem getur breytt því úr þessu.

 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, sjö leikir úr efstu deild og sex úr þeirri næastu.  Skulum vona að ekki þurfi að ógild þessa helgi líka, nú þegar er búið að fresta tveimur leikjum, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á sunnudag frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Hampiðjan með fimm stiga forystu á toppnum nú þegar tvær umferðir eru eftir

Getraunir | 15.12.2021

 

Hampiðjan og Team HG náðu 12 réttum um liðna helgi á meðan HG náði ekki nema 10 réttum.  Hampiðjan gefur því ekkert eftir á toppnum og halda 5 stiga forystu núna þegar tvær vikur eru eftir og búið er að taka tvær verstu vikurnar út.  HG að dragast aftur úr.   Lítið getur því komið í veg fyrir að Hampiðjan taki haustbikarinn 2021.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, heldur fjögurra stiga forystu á næsta mann sem er  Sigrún Sigvalda .

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri potturinn náði 11 réttum sem skiluðu  kr. 27.500 í vinning, náðum þannig inn fyrir tæplega helmingi af miðaverði, styttist í þann stóra.  Hampiðjumenn með hugmyndir að seðli fyrir næstu helgi, spurning hvort þeir fái ekki aðra tilraun í stóra pott.

Annars var árangur vestfirskra tippara óvenju góður, samtals voru vinningar til þátttakenda í Getraunaleik Vestra kr. 137.000 og stóri var með 27.500 eins og áður sagði, samtals vinningar því um kr. 165.000.  Dóri Eró stóð sig manna best, var með 12 rétta líkt og Frank Guðmunds og Hampiðjumenn en var með fleir raðir af 11 réttum sem skiluðu honum kr. 42.000 í vinningsfé, vel gert Halldór.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fimm leikir úr efstu deild, sjó úr þeirri næstu og einn úr C deildinni, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

13 réttir! - Þórir Guðmunds og Stóri pottur náðu 13 réttum

Getraunir | 08.12.2021

Lokins náði einhver 13 réttum hér Westra.

Verst hversu margir aðrir gerðu það líka og skiluðu 13 réttir því ekki háum fjárhæðum þessa helgina.  Árangur Þóris er þó mjög eftirtektarverður því hann tippar fyrir mun lægri fjárhæðir en margir, fékk 13 rétta á seðil sem kostar kr. 360 en hlaut kr. 33.000 í vinningsfé, vel gert Þórir.

Stóri potturinn náði einnig 13 réttum sem skilaði tæpum  kr. 40.000 í vinning, náðum þannig inn fyrir rúmlega 65% af miðaverði en miðinn kosaði kr. 61.000.

Hampiðjumenn eru langt komnir með að tryggja sér Hausttitilinn 2021, komnir með fimm stiga forystu á toppnum, Sævar bankastjóri skilaði þeim tólfu í púkkið.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fjögurra stiga forystu á næsta mann.  Sigrún Sigvalda er þó að sækja á, náði 12 réttum í leiknum, Sævar Ríkharðs náði einnig 12 réttum, aðrir voru með minna.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, níu úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

 

 

Nánar

Hampiðjan með fjögurra stiga forystu þegar fjórar vikur eru eftir

Getraunir | 30.11.2021

Hampiðjumenn virðast vera að stinga af með bikarinn í haustleiknum, komnir með fjögurra stiga forystu þegar fjórar vikur eru eftir.

Árangur vestfirskra tippara var ekki góður liðna helgi.  Hampiðjumenn voru einir með 10 rétta og Skúrverjar ásamt hinum getspaka Magnúsi Bjarna náðu 9 réttum.  10 réttir skiluðu Hampiðjumönnum kr. 4.000 í vinning.  HG menn náðu svo ekki nema 8 réttum.

Þetta þýðir að Hampiðjumenn eru komnir með fjögurra stiga forystu á toppnum á HG og Team Skúrinn.  Búið er að draga eina viku frá, munið að tvær verstu verða dregnar frá þegar upp verður staðið.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fjögurra stiga forystu á næsta mann.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri pottur náði ekki nema 7  réttum sem er óvenju slæmt fyrir svo stóran seðil, þurfti 10 rétta til að ná í vinning.  Tilraunin með Hampiðjuna sem stórapottstippara virkaði sem sagt ekki alveg, stóðu sig mun betur með mun minni seðil í getraunaleiknum sjálfum.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, níu úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

 

Nánar

Hampiðjumenn komnir með tveggja stiga forystu

Getraunir | 24.11.2021

Liðin helgi var óvenju slæm hjá vestfirskum tippurum.  Einn var með 10 rétta og þeir næstu með 8 rétta.  Hampiðjan náði 10 réttum sem skiluðu þeim kr. 6.800 í vinning.  HG og Skúrinn náðu ekki nema 8 réttum

Þetta þýðir að Hampiðjumenn eru komnir með tveggja stiga forystu á toppnum á HG.  Skúrverjar koma svo einu stigi þar á eftir.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, heldur þriggja stiga forystu á næsta mann og ekki nema þremur stigum  á eftir Skúrnum nú þegar búið er að henda út einni röð

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda    hér 

Stóri pottur náði ekki nema 8  réttum sem skilaði akkúrat engu.  Hampiðjumenn munu stýra næsta potti, greinilega mun getspakari en hinir meintu sérfræðingar.  Reyndar var síðasti seðill afurð lýðræðis, menn komust að sameiginlegri niðurstöðu sem skilaði þessari líka slæmu niðurstöðu.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, átta úr þeirri næstu og einn úr C deildinni, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Skúrinn gefur eftir - Gísli Jón og Magnús Bjarna bestir

Getraunir | 17.11.2021

Liðin helgi var snúin.  Stórliðin náðu 10 réttum nema hvað Skúinn náði ekki nema 9 og er því einu stigi á eftir HG og Hampiðjunni í toppbaráttunni.

Gísli Jón Hjaltason og Magnús Bjarnason stóðu sig manna bestu og náðu báðir 11 réttum sem skilaði Magnúsi tæpum 15.000 í vinningsfé og Gísla kr. 10.000, Maggi var með tvær raðir með 11 réttum og fleiri tíur en Gísli, vel gert Maggi.  Hér fara menn sem hafa greinilega vita á alþjóðaboltanum.

Villi Matt stendur sig best í einstaklingskeppninni, kominn með þriggja stiga forystu á næsta mann  og ekki nema þremur stigum  á eftir Skúrnum.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda    hér 

Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skiluðu ekki nema  kr. 4.500  í vinning, styttist í þann stóra.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, sexleikir úr efstu deild og sjó úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  Ath!  Nú er kominn vetrartími í Englandi og því færist allt aftur um eina klst.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar