Fréttir - Getraunir

4 vikur eftir - Skúrverjar enn efstir

Getraunir | 08.04.2021

Árangur Vestfirskra tippara var rýr um liðna helgi.  Fjórar ellefur sáust sem skiluð alveg kr. 410 í vinningsfé hver.  Efstu liðin HG og Skúrinn náðu 11 réttum og er staðan því óbreytt á toppnum.  Jói Torfa sækir á en hann var einmitt einn af þessum sem náðu 11 réttum.

Team Skúrinn situr enn á toppnum með þriggja stiga forystu á HG sem er með 5 stiga forystu á Hampiðjuna og Villa nú þegar við erum búin að draga 2 vikur frá.  4 vikur eftir af leiknum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér   Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skilaði heilum kr. 410 í vinning sem er nú ekki gott þegar miðinn kostaði kr. 61.000.  Þetta er lognið fyrir storminn, styttist í stóra vinningin.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 2 leikir úr efstu deild, 10 úr þeirri næstu og einn frá Svíþjóð.  Næsta seðil má finna hér.

Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni,  verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Skúrinn heldur þriggja stiga forystu - Ath sumartími kominn

Getraunir | 01.04.2021

Landsleikjahelgin fór fremur illa í tippara.  Þrír náðu tíu réttum og náðu heilum 770 kr. í vinning hver.  Voru þetta fulltrúar stórliðanna þriggja á meðan Villi Matt náði ekki nema 9.  Þetta þýðir að Hampiðjan er komin í 3-4 sætið með Villa.

Team Skúrinn situr enn á toppnum með þriggja stiga forystu á HG sem er með 4 stiga forystu á Hampiðjuna og Villa nú þegar við erum búin að draga 2 vikur frá.  5 vikur eftir af leiknum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér   Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði 11 réttum sem skilaði rúmum 25.000 kr. í vinning, töluvert betra en verið hefur, hluthafar fengu rúman þriðjung af framlagi til baka.  Styttist í stóra vinningin.

Næsti seðill er verulega snúinn, 3 leikir úr efstu deild, 2 frá Ítalíu, 2 frá Frakklandi, 3 frá Spáni, 2 frá Þýskalandi og 1 frá Hollandi.  Þó ánægjulegt að Leeds skuli vera á seðlinum.  Næsta seðil má finna hér.

Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni,  verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Jói Torfa bestur - Óbreytt staða á toppnum

Getraunir | 25.03.2021

Vestfirskir tipparar voru slakir um síðustu helgi.  Einn með 10 rétta og var það Jói Torfa sem fikrað hefur sig upp töfluna.  Fékk í vinning kr. 3.680.  Jói sérstaklega getspakur því hann tippar fyrir töluvert lægri fjárhæð en margur tipparinn.

Toppliðin voru öll með 9 rétta og staðan á toppnum því óbreytt.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði kr. 3.680 í vinningsfé.  Styttist í stóra vinningin.  Skúrverjar hafa séð um seðilinn síðustu 4 vikur og árangur verið fremur dræmur.  Nýir sérfræðingar verða dregnir að borðinu fyrir komandi helgi.

Næsti seðill er óvenju snúinn,  landsleikjahlegi.  Einir 4 U21 leikir og restin A landsleikir.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

 

Nánar

Enn gefur Skúrinn eftir

Getraunir | 18.03.2021

Þriðju vikuna í röð gefa forystusauðirnir í Team Skúrinn eftir.  Skúrinn náði ekki nema 9 réttum á meðan besti árangur helgarinnar var 10 réttir.  HG klikkaði líka og því er munurinn á toppnum enn þrjú stig en Hampiðjan og Villi matt sækja á, nokkurum stigum á eftir.

Annars var var árangur vestfirskra tippara slæmur, þrír náðu 10 réttum og var hæsti vinningur heilar kr. 4.160 og var það Jói Óla sem var bestur þessa helgina.  Heildarvinningur þátttakenda í getraunaleiknum var samtals kr. 8.000 sem verður að teljast frekar slæmt.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 9 réttum sem skilaði akkúrat engu. Styttist í stóra vinningin.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 1 úr efstu deild, 1 úr bikar,  10 leikir úr B deildinni og einn úr C deildinni.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Skúrinn gefur eftir

Getraunir | 11.03.2021

Samkeppnin harðnar á toppnum.  Aðra vikuna í röð sækja keppinautarnir á.  Skúrinn fékk ekki nema 10 rétta þessa helgina á meðan samkeppnin nær 11.  Þetta þýðir að forystan er komin niður í 3 stig, var 6 stig þegar mest lét.

Almenn var árangur vestfirskra tippara ágætur.  Einar átta ellefur náðust og stóð Sævar bankastjóri sig best, náði kr. 4.240 í vinningsfé sem reyndist hæsti einstaki vinnungur hér westra.  Samtals vinningar þátttakenda í getraunaleiknum voru kr. 24.640, oft verið töluvert verra.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skilaði kr. 15.000 í vinningsfé sem dreifist á hluthafa.  Klikkuðum á Bristol-QPR og Milwall-Blackburn.   Þetta er allt að koma hjá okkur og verulegar líkur á stórum vinningi um næstu helgi.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild, 8 úr B deildinni, einn úr C deildinni og einn frá Svíþjóð.  Ánægjuefni að Leeds sé á seðlinum.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Villi Matt var maður helgarinnar

Getraunir | 04.03.2021
Villi Matt - maður helgarinnar
Villi Matt - maður helgarinnar

Vilhjálmur Matthíasson gerði sér lítið fyrir og fékk 12 rétta þessa helgina.  Halaði hann inn kr. 250.000 í vinningsfé.  Vel gert á miða sem kostaði ekki nema kr. 2.500.  Til hamingju Villi.

Almennt var árangur tippara ekki góður, HG menn náðu einir ellefu réttum og engin með 10 rétta.  

Þetta þýðir að forystan á toppnum minnkar, HG menn minnka muninn um 2 stig og eiga Skúrverjar nú  3 stig á næsta lið og Villi Matt skaust í þriðja sætið, er tveimur stigum á undan stórliði Hampiðjunnar

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði ekki miklu.  Nýir sérfræðingar voru fengnir til að sjá um seðilinn með litlum árangri, sýnir að þetta er nú ekki alveg einfalt.   Spurning um að leita ráða hjá Villa.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og 10 úr þeirri næstu   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Skúrverjar stinga af

Getraunir | 25.02.2021

Hún virðist lítil samkeppnin í getraunaleik Vestra.  Skúrinn skilar bestum árangri viku eftir viku og nú er það fyrirliðinn sjálfur Dóri Eró sem skilar einn 11 réttum og næstu lið ekki með nema 9 rétta.

Þetta þýðir að forystan á toppnum eykst um 2 stig og eiga Skúrverjar nú  5 stig á næsta lið.

Fyrir 11 rétta fékk Dóri kr. 12.500 í vinning.  Andri og Pétur náðu 10 réttum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði ekki miklu.  Sérfræðingar okkar áttu slæman dag.  Nú verður reynt að leita ráða hjá Dóra, hann verður settur yfir næsta stóra seðil.   Vorum reyndar með 11 leiki rétta en kerfið hélt ekki.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild, 9 úr B deildinni og einn úr C deildinni.  Ánægjuefni að Leeds sé á seðlinum.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Forystan eykst enn á toppnum

Getraunir | 18.02.2021

Ágætur árangur var hjá vestfirksum tippurum um liðna helgi.  Einar 7 ellefur skiluðu sér í hús og var knattspyrnukappinn Andri Rúnar með flestar tíur með og hlaut kr. 5.000 í vinning.  Andri Rúnar leikur fyrir Skúrinn.

Hin stóru liðin náðu ekki nema 10 réttum og því auka Skúrverjar við forystu sína á toppnum, eru nú með fjögurra stiga forystu á næsta lið sem er team HG, Hampiðjumenn koma svo þremur stigum þar á eftir.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði ekki miklu.  Sérfræðingar okkar áttu slæman dag þrátt fyrir að hafa leitað ráða hjá Samma, gengur betur næst.  Vorum reyndar með 11 leiki rétta en kerfið hélt ekki.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og 10 úr þeirri næstu.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Team Skúrinn eykur forystuna á toppnum

Getraunir | 11.02.2021

Fremur slakur árangur hjá tippurum um liðna helgi.  Sammi var einn með 11 rétta og Hákon einn með 10 rétta.  Báir spila þeir fyrir Skúrinn þannig að Skúrinn bætir við forystuna.  Fyrir 11 rétta fékk Sammi kr. 15.000 í vinning.

Þetta þýðir að Skúrverjar auka við forystuna á toppnum um tvö stigu, eru nú með þriggja stiga forystu á næsta lið sem er team HG, Hampiðjumenn koma svo þremur stigum þar á eftir.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 9 réttum sem skilaði akkúrat engu.  Sérfræðingar okkar áttu slæman dag, spurning um að leita ráða hjá Samma.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild, 9 úr B deildinni og einn úr C deildinni  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Ágætur árangur hjá vestfirskum tippurum - Óbreytt staða á toppnum

Getraunir | 04.02.2021

Ágætis árangur náðist hjá Vestfirskum tippurum um liðna helgi, átta ellefur sáustog fjölmargar tíur en 10 réttir skiluðu vinningi.  Samtals vinningar til tippara í getraunaleik Vestra voru u.þ.b kr. 47.000.  Oft verið töluvert verra

Staðan á toppnum breytist ekkert þar sem stóru liðin voru öll með 11 rétta.  Skúrverjar enn efstir með eins stigs forystu á HG menn.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði 12 réttum sem skilaði kr. 70.000 í vinning sem var um 70% af kaupvirði miða.  Tókum stóran miða þessa helgina.  Sérfræðingar okkar voru reyndar getspakir, voru með alla leikina rétta aðra vikuna í röð.  Kerfið hélt bara ekki.  13 réttir skiluðu tæpum 1,5 milljónum þessa helgina þannig að við vorum ekki langt frá mjög stórum vinningi.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 4 leikir úr efstu deild og 9 úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar