Aðalfundur Boltafélagsins verður haldinn mánudaginn 23 september kl. 20:00 á annarri hæð Háskólaseturs Vestfjarða.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Því til viðbótar verður tekin fyrir lagabreyting, sem fellst í að stofnað verði sérstakt barna- og unglingaráð innan félagsins.
Margir áhugasamir og dugmiklir einstaklingar hafa sýnt áhuga á að leggja sína krafta í það spennandi uppbygginarstarf sem fylgir félaginu. Það eru spennandi tímar framundan þar sem unnið verður í að móta framtíðarsýn félagsins og vinna enn frekar í að auka það mikla gildi sem starfsemin hefur fyrir samfélagið.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins inn á hsv.is.
Allir velkomnir og eru velunnarar og áhugamenn um starfsemi félagsins hvattir til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði.
Frumvarp til lagabreytingar er eftirfarandi:
Barna- og unglingaráð félagsins skal skipuð minnst 5 mönnum: formanni, gjaldkera, ritara, varaformanni og meðstjórnanda. Á aðalfundi skal kosið í stjórn sem hér segir: formann skal kjósa til eins árs í senn og skulu síðan kosnir tveir menn til tveggja ára í senn, þannig að kosnir séu tveir menn á hverju ári. Komi sú staða upp að fleiri sæti losni í stjórninni, skal fyrst kosið um tvo menn til tveggja ára og síðan skal kjósa einn eða tvo menn til eins árs. Síðan skal kjósa tvo varamenn til eins árs í senn, svo og einn endurskoðanda til eins árs, og einn til vara.
Þá skulu kosnir fulltrúar félagsins í nefndir, ráð og annað slíkt sem félagið hefur rétt á að skipa til.
Við allar kosningar heimilast uppástungur um menn, en fara skal fram leynileg kosning sé stungið upp á fleirum en einum til sama embættis.
Atkvæðisrétt öðlast félagar við 16 ára aldur.