Í síðustu viku kom Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari yngri landsliða hjá KSÍ og yfirmaður hæfileikamótunnar kvenna, í heimsókn til okkar vestur. Allir iðkendur fæddir árið 2008, 2009 og 2010 voru boðaðir á æfingar og fyrirlestur. Magnús fór um víðan völl í fyrirlestrinum og ræddi þar m.a. um símanotkun, svefn, mataræði og hvað krakkarnir geta gert sjálf til að bæta sig í því sem þau vilja. Einnig kynnti hann þau fyrir ýmsum leiðum í íþróttunum líkt og háskólafótbolta á námsstyrk o.fl. Æfingarnar voru flottar og fengu iðkendur að kynnast því hvaða kröfur eru gerðar t.d. til þeirra sem fara upp í yngri landsliðin í knattspyrnu.
Það var mikil ánægja með heimsóknina og við hlökkum mikið til að fá hann til okkar aftur. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta fengið góðar heimsóknir líkt og þessa hingað vestur. Þarna á bakvið er mikil þekking og fagmennska og frábært að við fáum að njóta hennar hér á svæðinu.
Áfram Vestri !
Deila