Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Þjálfaranámskeið og dagskrá

Körfubolti | 27.05.2011
Hrafn er búinn að setja saman dagskrána fyrir búðirnar. Mynd Tomasz (karfan.is)
Hrafn er búinn að setja saman dagskrána fyrir búðirnar. Mynd Tomasz (karfan.is)

Þá er komið að því. Dagskrá er klár bæði fyrir iðkendur og þjálfara. Það er klárt mál að iðkendur verða uppteknir alla daga fram á kvöld og er dáskráin er þétt og vel skipulögð af Hrafni Kristjánssyni yfirþjálfara. Það er fjöldi fólks sem gera þessar búðir eins glæsilegar og hér kemur fram og viljum við þakka þeim kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Nú er bara að taka fram skóna og fara að hlakka til.

 

Dagskráin fyrir iðkendurna er HÉR bæði á íslensku og ensku.

 

Og dagskráin fyrir þjálfarana er hægt að nálgast HÉR. Það verður enginn þjálfari svikinn af þessu námskeiði og koma þarna saman fræði frá hinum ýmsu hliðum körfuboltafræðanna. Og skorum við á sem flesta að nýta sér námskeiðið sem er frítt fyrir alla. Hægt er að finna allt um þjálfarana hér til vinstri undir Körfuboltabúðir 2011.

 

Þess má geta að enn eitt lið bættist við hjá okkur í kvöld og eru því komnir þátttakendur frá 11 félögum. Það eru laus pláss hjá okkur og aldrei of seint að skrá sig. Við reddum öllum sem vilja taka þátt í körfuboltaveislu, enda er "körfubolti fyrir alla"

Deila