Fréttir

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 23.09.2021

Á öðrum aukaaðalfundi Körfuknattleiksdeildar Vestra sem haldinn var þann 11. september síðastliðin var ný stjórn deildarinnar kjörin.

Ingólfur Þorleifsson var endurkjörinn formaður en auk hans vour Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, Páll Brynjar Pálsson og Stígur Berg Sophusson kjörin sem aðalmenn. Fyrir var Ingi Björn Guðnason aðalmaður í stjórn. Auk þeirra voru kjörnir þrír varamenn, þau Birna Lárusdóttir, Þóranna Þórarinsdóttir og Þórir Guðmundsson. Þórir er jafnframt formaður Barna- og unglingaráðs.

Nýkjörin stjórn hefur þegar fundað tvisvar. Á fyrri fundinum skipti stjórn með sér verkum og var Guðrún Harpa kjörin gjaldkeri og Ingi Björn Guðnason kjörin ritari. Á öðrum fundi stjórnar var samþykkt að stofna eftirfarandi ráð til að efla starf deildarinnar í samræmi við 2. gr. reglugerðar deildarinnar. Þegar hefur verið skipað í ráðin að hluta til en þeir sem hafa áhuga á að starfa í ráðunum mega gjarnan setja sig í samband við stjórnarfólk.

Heimaleikjaráð – hefur umsjón með umgjörð heimaleikja meistaraflokka

Meistaraflokksráð karla – aðstoðar stjórn við rekstur og umgjörð meistaraflokks karla

Meistaraflokksráð kvenna – aðstoðar stjórn við rekstur og umgjörð meistaraflokks kvenna

Fjármálaráð – vinnur að rekstararáætlun og fjárhagsramma fyrir deildina.

Deila