Fréttir

Ákall frá körfunni!

Körfubolti | 03.09.2021
Heimavöllur Körfuknattleiksdeildar Vestra er á Torfnesi.
Heimavöllur Körfuknattleiksdeildar Vestra er á Torfnesi.

Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldinn í gærkvöldi. Á dagskrá fundarins var kosning stjórnar sem frestað var á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var síðastliðið vor. Ekki tókst að fullmanna stjórn á fundinum.

Fundurinn ákvað því að fresta kosningu öðru sinni og boða til annars aukaaðalfundar. Sjá fundarboð að neðan.

Framundan eru vandasöm verkefni sem ekki verða unnin án fólks sem er tilbúið til starfa. Ljóst er að komandi tímabil hjá báðum meistaraflokkum félagsins er í hættu vegna þessarar óvissu. Starfið framundan er ómögulegt með fáa aðila sem geta sinnt stjórnarstörfum og daglegum verkefnum.

Það er erfitt að trúa því að það sé vilji fólks að þetta starf sem hefur verið byggt upp á löngum tíma og af svo mörgum leggist af vegna þessa. Það vilja allir eiga lið í efstu deildum. Það eru ekki öll félög sem tefla fram meistaraflokkum beggja kynja í Íslandsmóti. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Við hvetjum því alla sem telja sig geta lagt hönd á plóg að mæta til fundar og/eða gefa sig fram við stjórnarfólk og taka á þessu með okkur.

Sitjandi stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra boðar því hér með til annars aukaaðalfundar laugardaginn 11. september kl. 16:00 í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi. Á dagskrá fundarins auk áður auglýstra liða bætist við undir önnur mál „Framtíð rekstrar meistaraflokka.“

Dagskrá:

 1. Fundarsetning
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 3. Kosningar:
  1. Kosning formanns
  2. Kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára og þriggja til vara til eins árs, samtals fimm manna stjórn með þremur varamönnum
 4. Önnur mál
  1. Framtíð reksturs meistaraflokka
 5. Fundargerð upplesin og fundarslit

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra

Deila